Matarkjallarinn fagnar fjögurra ára afmæli

Góð stemning gerir kraftaverk.
Góð stemning gerir kraftaverk. mbl.is/

Veitingastaðurinn Matarkjallarinn fagnar fjögurra ára afmæli í dag og fagnar með pompi og prakt eins og vera ber. Staðurinn hefur notið mikilla vinsælda, þá ekki síst meðal Íslendinga sem Valtýr Bergmann, einn eigenda staðarins, segir að hafi skipt sköpum á undanförnum vikum.

mbl.is/

Valtýr segir að hann sjálfur og veitingamenn almennt hafi fundið stuðninginn frá fastakúnnum og velunnurum og það hafi skipt sköpum. Þá hafi þeir meðal annars brugðið á það ráð að bjóða upp á take-away-matseðil, bæði á tilbúnum mat af matseðli og núna síðast á grillpökkum sem hefur mælst einstaklega vel fyrir.

Smám saman eru hlutirnir að færast í eðlilegt horf og því beri að fagna. Fjögurra ára afmælið sé því táknrænt að mörgu leyti. Af því tilefni er boðið upp á sex rétta óvissumatseðil sem slegið hefur í gegn meðal gesta.  

Útisvæðið er notalegt.
Útisvæðið er notalegt. mbl.is/

Eigendur Matarkjallarans eru þeir Valtýr Bergmann, Ari Freyr Valdimarsson og Guðmundur Hansson. Valtýr og Ari eru gestum að góðu kunnugir enda stjórna þeir staðnum af miklum myndarbrag, Ari stýrir eldhúsi og Valtýr salnum en matur og þjónusta á Matarkjallaranum þykir til mikillar fyrirmyndar; bæði lipur og létt. 

Flygillinn þykir mikið meistaraverk.
Flygillinn þykir mikið meistaraverk. mbl.is/

Á Matarkjallaranum er jafnframt að finna einn elsta flygil landsins sem leikur viðamikið hlutverk í stemningunni. Alla jafna sé boðið upp á lifandi tónlist öll kvöld þótt gert hafi verið hlé þar á uns sóttvarnayfirvöld gefa grænt ljós. „Ég held að við séum eini staðurinn á Reykjavíkursvæðinu — að mér vitanlega — sem býður upp á lifandi píanótónlist öll kvöld," segir Valtýr en flygillinn er síðan 1890 og þykir mikið augnayndi. 

mbl.is/
mbl.is/
mbl.is/
mbl.is