Tertan sem er betri en úr bakaríi

Jarðarberjaterta af allra bestu gerð.
Jarðarberjaterta af allra bestu gerð. mbl.is/Colourbox

Jarðarberjaterta hleypir vatni í munninn hjá mörgum og er í miklu uppáhaldi. Þessi einstaka uppskrift að tertunni slær allar aðrar bakarískökur út af borðinu.

Tertan sem er betri en úr bakaríi

Deig

 • 150 g smjör
 • 240 g hveiti
 • 125 g sykur
 • 1 tsk. vanillusykur
 • 1 egg

Fylling

 • 100 g smjör
 • 100 g sykur
 • 100 g marsípan (rifið)
 • ½ egg
 • Tilbúið kökukrem
 • 2½ dl mjólk
 • ¼ rjómi
 • 100 g dökkt súkkulaði
 • Jarðarber
 • Rifsberjasulta

Aðferð:

 1. Skerið smjörið í litla bita og smuldrið því í hveitið.
 2. Blandið sykri og vanillusykri saman við og hnoðið svo egginu út í.
 3. Rúllið deigið út og leggið í tertuform.

Fylling:

 1. Hrærið smjör og sykur saman og því næst kemur marsípanið og eggið.
 2. Setjið blönduna á tertubotninn og bakið við 200° í 20 mínútur. Takið úr ofninum og látið kólna.
 3. Kökukrem (hversu mikið, fer eftir hvaða krem er notað) og mjólk hrærist vel saman. Pískið rjómann og blandið saman við.
 4. Bræðið súkkulaði og penslið tertubotninn.
 5. Setjið kökukremið ofan á og skreytið með hálfskornum jarðarberjum sem þú penslar með rifsberjasultu.
 6. Setjið í kæli í 1 tíma áður en borið er fram.
mbl.is