Hægt að kaupa allt hráefnið í einum smelli

Netverslunin Heimkaup.is er nýbyrjuð að bjóða upp á mataruppskriftir og hráefni í einum smelli fyrir fólk sem vill auðvelda sér lífið og eldamennskuna.

Um er að ræða spennandi viðbót fyrir marga sem eru oft í vandræðum með að ákveða hvað eigi að hafa í matinn – og leysir líka vandann við að nálgast hráefnið sem til þarf þegar búið er að ákveða hvað á að elda.

Um leið og gengið er frá kaupunum fær viðkomandi sendan hlekk þar sem hægt er nálgast uppskriftina þegar hafist er handa við eldamennskuna. Í fyrsta áfanga er mest stílað inn á uppskriftir sem henta vel fyrir kvöldmat hjá fjölskyldufólki og er hægt að flokka þær bæði eftir hráefniskostnaði og því hvernig mat er sóst eftir, s.s. vegan, ketó, fiski, kjöti, grænmeti, pasta og fleira.

Mikið af uppskriftunum er frá uppskriftabankanum Gott í matinn sem er með flott úrval af góðum uppskriftum. Í framhaldinu verður svo jafnt og þétt bætt við uppskriftum, s.s. kökuuppskriftum, partýsnakki og fleiru.

mbl.is