Sumac með pop-up á Nesjavöllum

Hugtakið „rómantísk“ helgi hefur náð nýjum hæðum en Þráinn Freyr Vigfússon á Sumac ætlar að vera með pop-up á Ion-hótelinu á Nesjavöllum 20. og 29. maí.

Ljóst er að matgæðingar og turtildúfur landsins munu ekki láta þetta einstaka tækifæri fram hjá sér fara en hótelgisting verður á sérstöku tilboðsverði þessa helgi.

Að auki veður boðið upp á jóga og gönguferðir um Hengilssvæðið undir leiðsögn fyrir áhugasama þannig að þetta gæti mögulega verið ferð ársins!

mbl.is