Nettasti eldhússtóll síðari ára

Falleg vörulínan frá TAKT, sem framleiðir einungis sjálfbærar vörur.
Falleg vörulínan frá TAKT, sem framleiðir einungis sjálfbærar vörur. mbl.is/©TAKT

TAKT er rétt um ársgamalt, en engu að síður búið að stimpla sig vel inn sem fyrirmyndarfyrirtæki. TAKT var að stækka vörulínuna sína með umhverfisvottuðu eikarborði og stól.

Nýja hönnun TAKT er, rétt eins og allar aðrar vörur frá þeim, gæðavottuð með umhverfisstimplinum, sem tryggir að vörurnar eru 100% sjálfbærar. Cross Chair Tube er nýr stóll í Cross-vörulínuna, og deilir sama glæsileika og samsetningarferli og Cross-stóllinn sem kom á markað á síðasta ári. Nýi stóllinn er með þunna stálgrind sem gefur honum léttara yfirbragð með myndrænu tvisti. Einstaklega hentugur og fallegur eldhússtóll.

Nýja eikarborðið kallast Cross Table og minna borðfæturnir á fyrsta Cross-stólinn í vörulínunni. Borðið er fáanlegt í klassískri kaffihúsastærð sem rúmar 2-4 í sæti. Borðið og stóllinn er hvort tveggja hannað af breska Pearson Lloyd, sem hefur verið með TAKT frá upphafi.

mbl.is/©TAKT
mbl.is/©TAKT
mbl.is