Drykkurinn sem gerir allt vitlaust í sumar

Einn sá svalasti sem þú munt smakka í sumar.
Einn sá svalasti sem þú munt smakka í sumar. mbl.is/Colourbox

Þetta er án efa eitt besta mojito „hack“ ef svo má að orði komast. Hér er fullorðinsdrykkur sem smakkast eins og sumarið og sólin.

Drykkurinn sem gerir allt vitlaust í sumar

 • 4 cl ljóst romm frá Kúbu
 • 8-12 fersk myntublöð
 • ½ ferskt lime í bátum
 • Sódavatn
 • Mulinn ís
 • Strásykur eftir þörfum (ca. 5 g)
 • Vatnsmelóna, sett í blandara

Aðferð:

 1. Settu lime, myntu og sykurinn í glas og notaðu mortél til að blanda hráefnunum saman.
 2. Helltu ísmolum í glasið, því næst rommi og vatnsmelónu-safanum úr blandaranum. Hrærið varlega saman með skeið þannig að allt blandist saman.
 3. Þegar þú ert ánægð/ur með kokteilinn þinn, skaltu fylla upp í glasið með sódavatni og skreyta með myntu, lime eða vatnsmelónu. Og að sjálfsögðu einu röri í leiðinni til að drekka úr.
 4. Gleðilegt sumar!
mbl.is