Einfalda leiðin til að þrífa klósettið

Nýtt trix til að þrífa rákirnar sem sitja fastar í …
Nýtt trix til að þrífa rákirnar sem sitja fastar í dollunni. mbl.is/Colourbox

Það má þrífa postulínið á marga vegu og höfum við gefið mörg góð húsráð hvað það varðar hér á matarvefnum í gegnum tíðína – en þetta hér er alveg nýtt.

Kók í klósettið, natronblandað í vatn og skrúbba – og svona mætti halda lengi áfram. En til að losna við gamlar rendur í klósettinu sem virðast ekkert gefa eftir, sama hvað við hömumst með klósettburstanum, þarftu að gera þetta einfalda atriði. Þú setur einfaldlega uppþvottatöflu í klósettið og leyfir henni að leysast upp yfir nótt. Sturtar niður og burstar djásnið að innan með burstanum daginn eftir.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert