Glacier gin er nú fáanlegt í léttari útgáfu

Glacier gin var að kynna nýtt léttgin á markað. Og …
Glacier gin var að kynna nýtt léttgin á markað. Og hér má sjá ískaldan gindrykk í fallegu glasi sem var samstarfsverkefni Glacier gin og Frederik Bagger. mbl.is/Glacier gin

Glacier gin, eitt vinsælasta gin Íslendinga, er nú fáanlegt í nýrri útgáfu – eða sem léttgin, einungis 1,3%.

Nú fæst Glacier gin í nýrri og léttari útgáfu, eða einungis 1,3%. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu er þetta fyrsta íslenska létt-sterkginið og því ákjósanlegur valkostur fyrir þá sem kjósa léttari lífstíl en vilja samt geta gætt sér á gini — bragðsins vegna. Drykkurinn er framleiddur í takmörkuðu upplagi og verður einungis fáanlegur á heimasíðunni glaciergin.is.

Glacier gin er vel þekkt fyrir að bjóða upp á einstaklega bragðgott og gæðalegt gin, þar sem hráefnin eru sérvalin enda fátt sem svíkur þegar íslenska náttúran á í hlut. Og það er engin undantekning í nýjungunum sem við sjáum hér sem hljóta að teljast áhugaverður valkostur fyrir neytendur.

mbl.is/Glacier Gin
mbl.is