Brauðtertan sem brýtur öll lögmál

Brauðterta með hangikjötssalati, andareggjum, kavíar og sardínum.
Brauðterta með hangikjötssalati, andareggjum, kavíar og sardínum. Ljósmynd/Albert Eiríksson

Albert Eiríks er manna fremstur í að færa okkur uppskriftir héðan og þaðan sem vakið hafa eftirtekt og lukku. Þessi uppskrift hér er þar engin undantekning og raunar má færa sannfærandi rök fyrir því að þetta sé ein snjallasta brauðtertuuppskrift sem sést hefur.

„Á bænum Síreksstöðum í Vopnafirði búa rausnarbúi Sölvi Kristinn Jónsson og Karen Hlín Halldórsdóttir. Auk þess að reka sauðfjárbú eru þau með fyrirmyndarferðaþjónustu og bjóða upp á gistingu og veitingar. Þau leitast við að hafa hráefnið ekki bara úr héraði, heldur mest af bænum. Það fyrsta sem Sölva bónda datt í hug þegar ég nefndi við hann að útbúa sitt uppáhald fyrir bloggið var brauðterta, gamaldags sívinsæl góð íslensk skonsubrauðterta með hangikjötssalati og sardínum,“ segir Albert um heimsókn sína á Síreksstaði.

Hangikjötsbrauðterta Sölva á Síreksstöðum

Skonsubrauðterta

  • 3 egg
  • 1 msk. sykur
  • 3 bollar hveiti
  • 3 msk. olía
  • 3 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. salt
  • mjólk eftir þörfum

Blandið öllu saman og bakið skonsur á pönnukökupönnunni. Látið þær kólna.

Hangikjötssalat

  • 2-300 g hangikjöt skorið smátt
  • 2 dl mæjónes
  • 5 soðin egg (Sölvi notaði eigin andaregg)
  • 1/2 dós blandað grænmeti

Hlutföllin eru nokkuð frjálsleg og langt frá því að vera meitluð í stein. Blandið öllum hráefnunum saman. Setjið á milli botnanna. Skreytið með eggjum, kavíar og sardínum.

Sölvi Kristinn með hangikjötsbrauðtertuna girnilegu. Á brauðtertunni (og í salatinu) …
Sölvi Kristinn með hangikjötsbrauðtertuna girnilegu. Á brauðtertunni (og í salatinu) eru egg úr öndunum á bænum og hangikjötið er reykt á Síreksstöðum. Ljósmynd/Albert Eiríksson
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert