Hænurnar verpa best eftir nammidaga

Á myndinni eru Valgeir Magnússon og Kristinn Árnason hjá Landnámseggjum …
Á myndinni eru Valgeir Magnússon og Kristinn Árnason hjá Landnámseggjum með Pétri Alan Guðmundssyni hjá Melabúðinni. Ljósmynd/Aðsend

„Það hefur verið mikill þrýstingur á okkur að koma eggjunum í Melabúðina frá íbúum í hverfinu. Við urðum því að gera eitthvað í málinu,” segir Valgeir Magnússon, einn eigandi Landnámseggja í Hrísey.

„Við áttum erfitt með að anna fleiri búðum undanfarið en nú hefur framleiðslan aukist aðeins og þá var Pétur í Melabúðinni fyrstur á lista hjá okkur og hann tók líka svona glimrandi vel í það að bjóða sínum viðskiptavinum upp á Landnámsegg. Ég á því von á að fólk í Vesturbæ eigi eftir að vera með bröns af fínni gerðinni nú um helgina,” bættir Valgeir við en að hans sögn er fyrirtækið nú að vinna í því að tvöfalda framleiðslugetuna fyrir árið 2021.

„Nú þegar við höfum séð hvað viðtökur við eggjunum eru góðar þá höfum við ákveðið að tvöfalda framleiðslugetuna hjá okkur fyrir árið 2021. Við eigum því von á að það verði mikið fjör hjá okkur síðsumars þegar mikill fjöldi unga verður alinn upp til að bætast við hjá hænunum sem fyrir eru í búinu. Einnig erum við að búa til stórt útileiksvæði fyrir hænurnar svo þær geti fengið betri hreifingu og notið sólarinnar með gott rými. Við höfum með öllum uppátækjum sem við höfum prófað komist að því að það er beint samheingi á milli hamingju hjá hænunum og varps. Daginn eftir nammidag, sem er þrisvar í viku, er varpið alltaf best,” segir Valgeir um framtíðina hjá Landnámseggjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert