Meðlætið sem gestirnir missa sig yfir

Snilldar kúrbíts meðlæti með mozzarella.
Snilldar kúrbíts meðlæti með mozzarella. mlbl.is/Colourbox

Hér getur að líta gómsætt meðlæti sem fjölskyldumeðlimir eða gestir munu ekki geta hætt að smjatta á. Það er svo margt sem gerist hjá bragðlaukunum þegar þessi hráefni leggjast undir eina sæng.

Meðlætið sem gestirnir slefa yfir

 • Kúrbítur
 • Ólífuolía
 • Sjávarsalt
 • Pipar
 • Stór tómatur
 • Mozzarellakúla
 • Basilíka

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 200°C.
 2. Skerið kúrbítinn niður í skífur og leggið á bökunarpappír á bökunarplötu.
 3. Penslið hliðina sem snýr upp með ólífuolíu og stráið sjávarsalti yfir. Setjið inn í ofn í 25 mínútur þar til kúrbíturinn er byrjaður að mýkjast.
 4. Skerið tómatinn og mozzarellaostinn niður.
 5. Takinn kúrbítinn úr ofninum og leggið tómat ofan á hverja skífu ásamt mozzarella og piprið. Stráið smá basilíku yfir og setjið aftur inn í ofn þar til osturinn hefur bráðnað.
 6. Stráið basiliku yfir ásamt balsamediki og berið fram.
mbl.is