Grillað lambafilé með guðdómlegri sósu

Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Hvað er betra en grillað lambakjöt með geggjaðri sósu? Hér erum við með uppskrift frá Berglindi Hreiðars á Gotteri.is sem er alveg upp á tíu. 

Grillað lambafilé með portobello-sósu

Fyrir 4-6 manns

Portobello-sósa

 • 250 g portobello-sveppir
 • 30 g smjör
 • 650 ml rjómi
 • 250 ml vatn
 • 1 pk. TORO-sveppasósa
 • 1 pk. TORO-rauðvínssósa
 • 3 msk. rifinn parmesanostur
 • 1 tsk. saxað garðablóðberg (timian)
 • 1 msk. kjötkraftur
 • Salt og pipar eftir smekk
 1. Skerið sveppina niður og steikið upp úr smjöri þar til þeir brúnast og mýkjast, kryddið með salti og pipar.
 2. Hellið rjómanum og vatninu yfir sveppina og pískið súpuduftin saman við og leyfið að malla nokkrar mínútur.
 3. Bragðbætið með parmesan-osti og garðablóðbergi.
 4. Kryddið til með kjötkrafti, salti og pipar og leyfið sósunni að malla aðeins áfram.

Lambafilé

 • 3-5 lambafilé (eftir stærð)
 • BEZT á lambið krydd
 • Ólífuolía
 1. Leyfið lambakjötinu að standa við stofuhita í um klukkustund áður en þið grillið það.
 2. Berið ólífuolíu á hvert lambafilé og kryddið vel með BEZT á lambið kryddi.
 3. Grillið á heitu grilli þar til kjötið hefur náð 50-56° í kjarnhita (eftir því hversu vel steikt þið viljið hafa það).
 4. Leyfið kjötinu svo að hvíla í nokkrar mínútur áður en þið skerið það.

Salat

 • Blandað salat (1 poki)
 • Hindber, bláber, brómber
 • Fetaostur
 1. Öllu blandað saman í skál.

Fyllt jalapeno

 • 4-6 jalapeno
 • Rjómaostur (sú bragðtegund sem ykkur þykir best)
 • Rifinn parmesanostur
 1. Skerið jalapeno til helminga og fræhreinsið.
 2. Fyllið með rjómaosti og stráið parmesanosti yfir.
 3. Grillið eða bakið í ofni þar til osturinn fer að gyllast.

Kartöflur

 • 3-5 bökunarkartöflur
 • Smjör
 • Salt og pipar
 1. Sjóðið kartöflunar þar til þær eru nánast soðnar í gegn.
 2. Skerið þær þá í sundur og grillið helmingana á grillinu í nokkrar mínútur. Gott er að bera matarolíu á grillgrindina fyrst.
 3. Smyrjið síðan með vel af smjöri, saltið og piprið.
Ljósmynd/Berglind Hreiðars
mbl.is