Svona flippar þú eggi léttilega á pönnu

Kanntu að flippa eggi eins og sannur meistari?
Kanntu að flippa eggi eins og sannur meistari? mbl.is/Colourbox

Hver hefur ekki spælt egg á pönnu og það lítur oftast út eins og eggjahræra á slæmum dögum? En ekki lengur, því hér koma öll bestu ráðin í bókinni og myndband af því hvernig þú meðhöndlar eggið án þess að rauðan byrji að leka.

  1. Dragðu fram litla pönnu og stilltu á meðalhita á eldavélinni.
  2. Hitið rapsolíu á pönnu.
  3. Brjótið eggið á pönnuna.
  4. Eggið er tilbúið að fá snúning þegar þú getur auðveldlega hreyft það til á pönnunni.
  5. Hallaðu pönnunni örlítið fram á við, þannig að eggið færist nær brúninni sem er fjærst þér.
  6. Lyftu pönnunni og flippaðu henni fram á við þannig að eggið taki snúning og lendi á hinni hliðinni.
  7. Notaðu sömu aðferð til að flippa egginu aftur á hina hliðina, til að rauðan snúi upp á við þegar þú tekur það af pönnunni.
  8. Til að fullkomna tæknina getur þú æft þig með brauði og kaldri pönnu til að flippa eins og meistari.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert