Hið ótrúlega gerðist er eggin voru brotin

Hefur þú fengið tvær rauður úr einu eggi?
Hefur þú fengið tvær rauður úr einu eggi? mbl.is/Instagram_Corrine Finch

Í Bretlandi er talað um að líkurnar á að fá tvær eggjarauður úr einu eggi séu einn á móti þúsund. En að fá þrjú egg með tveimur eggjarauðum úr sama bakkanum ætti varla að geta gerst – en gerðist þó.

Ósköp venjuleg húsmóðir í Bretlandi, Corrine Finch, var að undirbúa morgunverð á þriðjudegi er hún sló út egg með tveimur eggjarauðum á pönnuna. Daginn eftir sló hún út tveimur eggjum á pönnuna og þá voru bæði eggin með tveimur eggjarauðum hvor.

Hún tók mynd af eggjunum og deildi á Instagram þar sem hún spurði fylgendur sína, hverjar væru líkurnar á að slíkt myndi gerast. Og undraðist á sama tíma hvað væri að gerast með hænurnar sem verptu þessum eggjum.

En líkurnar á að fá tvær rauður úr sama eggi eru 1 á móti 1.000, en að fá þrjú í sama eggjabakkanum eru 1 á móti 10 trilljónum! Talað er um að ungar hænur séu líklegri til að verpa eggjum með tveimur rauðum, sem hefur líklegast verið ástæðan í þessu tilviki. Og í verslununum Waitrose og M&S þar ytra getur þú keypt egg með tveimur eggjarauðum – þá er búið að skanna eggin til að sjá til þess að þú fáir auka rauðu fyrir peninginn.

mbl.is/Instagram_Corrine Finch
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert