Enn fleiri nýjungar í eldhúsið frá Stelton

Ný salat áhöld og skál frá Stelton fyrir öll salötin …
Ný salat áhöld og skál frá Stelton fyrir öll salötin í sumar. mbl.is/Stelton

Við getum alltaf á okkur bætt nýjum áhöldum í eldhúsið  og þá líka salatáhöldum fyrir alla litríku réttina sem við munum bera á borð þetta sumarið, sem byrjar ansi vel.  

Ný salatáhöld frá Stelton voru að lenda og kallast þau Hoop. Áhöldin eru framleidd úr kolsýrðum aski. Fornri japanskri tækni er beitt þar sem viðurinn er brenndur þar til dökkum litartónum hefur verið náð, án þess að nota nokkur efni eða litun í verkið.

Salatskálin er úr sömu línu en þó úr gleri. Skálin er rúmgóð og gerir þér kleift að bera salatið fram á þokkalegan máta.

Sérstakri ævafornri japanskri aðferð er beitt til að ná viðnum …
Sérstakri ævafornri japanskri aðferð er beitt til að ná viðnum í þessum lit. mbl.is/Stelton
mbl.is