Hefurðu ryksugað ísskápinn nýlega?

Hefurðu ryksugað ísskápinn nýlega?
Hefurðu ryksugað ísskápinn nýlega? mbl.is/Colourbox

Sérfræðingar segja að þú aukir endinguna um 30% með því að ryksuga ísskápinn að aftan.

Þegar þú hefur hamast við að þrífa ísskápinn að innan neyðumst við til að segja þér að þú ert ekki nærri því búin/n með þrifin því sérfræðingar þarna úti halda því fram að við eigum að ryksuga bakið á ísskápnum líka.

Á bakhliðinni á ísskápnum safnast nefnilega heilmikið ryk og önnur óhreinindi sem getur aukið álagið á kælikerfið – og í versta falli mun ísskápurinn hætta að virka. Þessi góðu ráð koma frá Henning Bondgard, norskum rafmagnsnotkunarsérfræðingi, sem hefur rannsakað hversu oft Norðmenn draga ísskápinn sinn fram til að fjarlægja rykið þar á bak við. Niðurstöðurnar hljómuðu yfirleitt á sama veg: „Sjaldan eða aldrei.“ Og það sama á eflaust við um okkur hér á landi.

mbl.is/Colourbox
mbl.is