Atriðin sem eru á bannlista í eldhúsinu

Þessi mynd segir allt sem segja þarf. Það er gott …
Þessi mynd segir allt sem segja þarf. Það er gott að þrífa...

Það eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga þegar kemur að hreinlæti í eldhúsinu. Því við viljum forðast að dreifa bakteríum og óhreinindum út um allt hús og þá síst í eldhúsinu.

Ekki vaska upp með skítugum uppþvottabursta
Uppvaskið verður ekki hreinna en burstinn sem þú þværð með. Kauptu uppþvottabursta með hvítum hárum til að fylgjast betur með hversu skítugur hann er og verður, og skiptu honum þá út. Þú getur einnig sett hann í uppþvottavélina endrum og sinnum.

Ekki þurrka fingurna á viskastykkinu
Þetta atriði kannast flestir við, og við erum engin undantekning. En við skulum forðast það að þurrka hendurnar með viskastykkinu þar sem matarleifar og önnur óhreinindi geta svo auðveldlega setið eftir í viskastykkinu. Notaðu frekar eldhúspappír eða annað til að þurrka þér.

Ekki þurrka upp af gólfinu með borðtuskunni
Þetta segir sig eiginlega sjálft, en samt eru eflaust einhverjir sem stelast til að nota borðtuskuna til að þurrka upp af gólfinu ef eitthvað óvart slettist niður á gólf. En þú nærð ekki bakteríunum burt með því að skola tuskuna undir krananum. Notaðu frekar eldhúsrúllu.

Ekki leggja innkaupapoka upp á borðið
Innkaupapokar hafa oftast legið á gólfinu í bílnum, í skottinu svo ekki sé minnst á ýmsa fleti í búðinni. Og þú vilt ekki yfirfæra þau óhreinindi upp á eldhúsborðið. Ef þú leggur pokana upp á borð, þvoðu þá borðplötuna vandlega með heitu vatni og sápu áður en þú byrjar að matreiða.

Uppþvottaburstinn gerir lítið gagn ef hann er skítugur.
Uppþvottaburstinn gerir lítið gagn ef hann er skítugur. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert