Drykkurinn sem þykir betri en mojito

Þetta er djörf fullyrðing en drykkur þessi hefur formlega verið skilgreindur sem svar gin-unnenda við mojitoinu.
Og drykkurinn lofar góðu og má vel njóta á fögru sumarkvöldi...
Drykkurinn sem þykir betri en mojito
  • 5 sneiðar af agúrku
  • 2 stilkar af mintu
  • 25 ml sykursíróp
  • 25 ml nýkreistur lime-safi
  • 50 ml gin
Setjð 3 sneiðar af agúrku, mintuna og sírópið í kokteilhristara. Veltið til. Bætið næst lime safa, gini og klaka og hristið uns kalt.
Síið í glas sem er fullt af klökum. Setjið afganginn af mintunni í og skreytið með afganginum af agúrkunni.
mbl.is