Kjötið sem er langvinsælast í Garðabænum

Lambarifjurnar eru gríðarlega vinsælar á grillið hjá Garðbæingum.
Lambarifjurnar eru gríðarlega vinsælar á grillið hjá Garðbæingum. mbl/ÞS

Útsendarar Matarvefjarins voru staddir í Hagkaup í Garðabæ — sem er almennt ekki í frásögur færandi nema í ljós kom að til er það kjöt sem ber höfuð og herðar yfir aðra kjötbita þegar kemur að vinsældum.

Það gæti komið mörgum á óvart en hér erum við tala um lambarifjur í trufflumarineringu. Að sögn Óðins Gústafssonar í kjöt- og fiskborði Hagkaups í Garðabæ hafa vinsældirnar verið gríðarlegar nú í maí og svo miklar að menn hafa vart undan við að skera niður kjötið. Mögulega hefur marineringin eitthvað að segja en kjötið er marinerað á staðnum en hægt er að velja úr átján tegundum marineringa í kjötborðinu.

Það er því ljóst hvað Garðbæingar eru að borða. Spurning hvort þetta eigi almennt við annars staðar eða hvort hvert bæjarfélag sé með sinn uppáhaldsbita.

Óðinn Gústafsson sat fyrir svörum þegar blaðamann bar að garði.
Óðinn Gústafsson sat fyrir svörum þegar blaðamann bar að garði. Ljósmynd/ÞS
Hægt er að velja úr fjölda tegunda marineringa í kjötborðinu.
Hægt er að velja úr fjölda tegunda marineringa í kjötborðinu.
mbl.is