Svona er best að þrífa barnaleikföngin

Ljósmynd/Colourbox

Leikföng barna okkar eru yfirleitt það dýrmætasta sem þau eiga og því ber að hugsa vel um þau. Þá ekki síst þegar kemur að því að þrífa þau en það á það til að gleymast.

Hér eru nokkrar þumalputtareglur um hversu oft og hvernig er best að þrífa leikföng:

Leikföngum úr hörðu plasti og baðleikföngum er best að skola af vikulega ef leikið er með þau daglega.

Mjúk leikföng er oftar en ekki hægt að þvo í þvottavél. Þetta á sérstaklega við um mjúkdýr og bangsa sem börnin sofa með. Þvoðu þau á tveggja vikna fresti ef kostur er. Flest klippum við þvottaleiðbeiningar af böngsum en gott er að taka eftir því á hversu háum hita má þvo án þess að bangsinn skemmist.

Rafmagnsleikföng eru ögn snúnari og best er að þurrka af þeim reglulega með sótthreinsandi þurrkum því augljóslega má ekki bleyta leikfangið.

Ungbarnaleikföng eru oftar en ekki á gólfinu og uppi í börnunum þess á milli. Best er að skola af þeim í lok hvers dags og passa að nota ekki sterk hreinsiefni á þau þar sem þau fara upp í munn barnanna.

Er hægt að sótthreinsa leikföng með edik?

Svarið er nei. Eins frábært og edik er til heimilisþrifa þá hefur það ekki sótthreinsandi áhrif. Þá virkar þvottur með heitu vatni betur.

Uppþvottavélar eru góðar til að þrífa plastleikföng í. Munið bara að setja leikföngin ef þau eru smá í litla netapoka.

Munið að þetta er eingöngu viðmiðunarregla en gott er að hafa í huga að leikföng verða skítug og það borgar sig að þvo þau reglulega.

Heimild: Good Housekeeping

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert