Bakteríudrepandi handklæði nýjasta æðið

mbl.is/Nordifakt

Handklæði geta verið algjör bakteríubomba, en þannig þarf það alls ekki að vera því ný bakteríudrepandi handklæði eru að koma á markað!

Sérfræðingar ráðleggja að þvo handklæði á 60°C eftir að hafa notað handklæðið í tvö eða þrjú skipti, það eru þó ekki margir sem fylgja þeim ráðum. Nordifakt er nýtt fyrirtæki sem hefur þróað aðferð til að framleiða handklæði sem drepa 99% af þeim bakteríum sem finnast í handklæðinu þínu. Þannig muntu alltaf geta þurrkað þér með hreinu handklæði, þú minnkar þvottatímann og sparar bæði vatn og rafmagn.

Trine Johansen, stofnandi Nordifakt, segir í samtali að þau hafi fundið leið til að binda silfursalt í handklæðin, en silfur hefur þann eiginleika að drepa niður bakteríur. Svo einfalt er það! Og rannsóknir á handklæðinu hafa sýnt fram á að silfrið helst í handklæðinu nánast að eilífu. Þvoir þú handklæðið einu sinni í mánuði mun þessi tækni halda handklæðinu 99,9% hreinu í átta ár. En eftir það byrjar að draga úr virkninni – og handklæðið má þá finna leið sína í endurvinnslu.

Nordifakt áætlar að handklæðin, sem kallast „Copenhagen Towel by Nordifakt“, muni spara fjögurra manna fjölskyldu um 1.800 lítra af vatni yfir árið við að fækka þvottadögunum. Þar fyrir utan er nægilegt að þvo handklæðin á 30°C sem sparar árlega um 2.000 kg af koltvíoxíði – sem samsvarar flugferð frá London til Berlínar.

Handklæðin eru framleidd úr 100% náttúrulegri bómull, eru umhverfisvottuð og fáanleg í þremur stærðum og tveimur litum. Það má nálgast handklæðin á kickstartersíðunni HÉR, en fyrirtækið hefur nú þegar náð takmarki sínu með að koma handklæðunum í framleiðslu.

Ný handklæðahönnun frá Nordifakt sem drepur niður bakteríur.
Ný handklæðahönnun frá Nordifakt sem drepur niður bakteríur. mbl.is/Nordifakt
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert