Stórkostleg eggjakaka sem fullkomnar daginn

Eggjakaka sem færir bragðlaukana á spænskar slóðir.
Eggjakaka sem færir bragðlaukana á spænskar slóðir. mbl.is/Winnie Methmann

Þar sem allar samgöngur liggja niðri til Spánar eins og er, er alveg eins gott að færa bragðlaukunum bita af því hvernig ekta spænsk eggjakaka bragðast – með chorizo og bökuðum paprikum.

Stórkostleg eggjakaka (fyrir 4)

  • 6 egg
  • 1 dl mjólk
  • Salt og pipar
  • 100 g ferskur geitaostur

Fylling

  • 3 rauðar paprikur
  • 200 g þurrkað chorizo
  • 1 msk. ólífuolía
  • Salt og pipar

Annað

  • Heilhveitisnittubrauð
  • Handfylli fersk steinselja

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 175°C.
  2. Skerið paprikurnar til helminga og fjarlægið kjarnann úr þeim. Skerið þær svo í grófa bita og leggið í eldfast mót. Skerið chorizo í 1 cm þykkar skífur og dreifið í eldfasta mótið. Dreypið ólífuolíu yfir og kryddið með salti og pipar – veltið upp úr olíunni.
  3. Setjið fatið inn í ofn í 20 mínútur þar til paprikan er orðin mjúk og chorizoið er léttstökkt.
  4. Pískið egg, mjólk, salt og pipar saman í skál og hellið yfir í eldfasta mótið.
  5. Skerið geitaostinn niður og dreifið yfir eggjablönduna. Bakið áfram í 30 mínútur þar til eggin hafa tekið sig.
  6. Berið fram með grófu brauði og steinselju.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert