Dönsk hönnun styður við bakið á veitingahúsum

Danski húsgagnaframleiðandinn Brdr. Krüger leggur sitt af mörkum til að …
Danski húsgagnaframleiðandinn Brdr. Krüger leggur sitt af mörkum til að styðja við bakið á veitingahúsageiranum þar í landi. mbl.is/Brdr. Krüger

Það er óhætt að segja að veitingahúsabransinn hafi fengið skellinn á þessum kórónuveirutímum. Danski húsgagnaframleiðandinn Brdr. Krüger lætur ekki sitt eftir liggja með nýrri herferð til aðstoðar.

Hér er um að ræða herferð sem þú getur notið góðs af, því með hverri vöru sem þú kaupir af Brdr. Krüger færðu 30% af upphæðinni sem inneign á stærstu og flottustu veitingahúsum Danmerkur – þar á meðal Noma, Relæ og Alouette. Þetta eru allt veitingahús sem prýða hönnun frá Brdr. Krüger. Verðlaunastólinn ARV má til dæmis finna á Michelin-staðnum Noma.

Vegna neyðarástandsins fá veitingahúsin peninginn strax eftir kaup, einmitt þegar mesta þörfin er á. Og þú sem kaupandi færð inneignina í formi gjafabréfs og getur notað þegar þér hentar – fyrir utan að vera kominn með háklassahönnun í hendurnar.

„Þetta er alvarlegt ástand fyrir danska veitingahúsageirann. Við teljum að brautryðjendur okkar í matargerð verði að lifa af þessa tíma. Það mun vera okkur öllum til góðs að fyrirtækin geti haldið áfram að þróa danska matarmenningu, laða að sér ferðamenn og athygli,“ segir meðeigandi fyrirtækisins, Jonas Krüger.

mbl.is/Brdr. Krüger
mbl.is