Heilsteiktur kjúklingur með rauðlauk og rabarbara

Heilsteiktur kjúklingur er lostæti sem öll fjölskyldan mun elska.
Heilsteiktur kjúklingur er lostæti sem öll fjölskyldan mun elska. mbl.is/Colourbox

Heilsteiktur kjúklingur er ekta helgarmatur og hér er hann sannarlega í sumarbúningi, fylltur með rabarbara og rauðlauk.

Heilsteiktur kjúlli með rauðlauk og rabarbara

  • 1 heill kjúklingur frá Ali (1.400-1.500 g)
  • Salt og pipar
  • 500 g rauðlaukur
  • 500 g rabarbari
  • 50 g mjúkt smjör
  • 1 msk. sykur

Fylling

  • 5 g ferskt engifer
  • 1 stórt hvítlauksrif
  • 2 msk. smátt saxað timían
  • 2 msk. púðursykur

Annað

  • Kartöflur og salat

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Hreinsið kjúklinginn að innan og kryddið með salti og pipar.
  3. Skerið rauðlaukinn í báta. Hreinsið rabarbarann og skerið 150 g í litla bita (sirka 1 cm) og restina í 4-5 cm löng stykki.
  4. Fylling: Blandið litlu rabarbarabitunum saman við raspað engiferið, hvítlaukinn, timían, púðursykur, salt og pipar og setjið sem fyllingu inn í kjúklinginn.
  5. Bindið lærin á kjúklingnum saman við brjóstið og leggið í smurt eldfast mót. Leggið rauðlauksbáta í kringum kjúklinginn og setjið nokkra smjörklatta ofan á. Hitið í ofni í 30 mínútur.
  6. Stráið sykri yfir löngu rabarbarabitana og blandið saman við rauðlaukinn umhverfis kjúklinginn í aðrar 30 mínútur.
  7. Leyfið kjúklingnum að hvíla í 5-10 mínútur og berið fram með soðnum eða ofnsteiktum kartöflum og salati að eigin vali.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert