Fræga fólkið í andnauð yfir kálrækt Oprah Winfrey

Fyrrverandi þáttastjórnandinn Oprah Winfrey er heldur betur að rækta garðinn …
Fyrrverandi þáttastjórnandinn Oprah Winfrey er heldur betur að rækta garðinn sinn. mbl.is/Chris Craymer

Grænmetisgarðurinn hjá Oprah Winfrey er heldur betur að gefa – því nú á dögunum deildi hún mynd af risavöxnu káli sem myndi duga heilu bæjarfélagi í matinn.

Oprah Winfrey deildi mynd af risavöxnu káli á Instagram-síðunni sinni með yfirskriftinni „Y‘all are not going to believe this“. Oprah fullyrti að grænmetið væri ekki sprottið af neinum ólöglegum efnum – bara ást og kærleika. En Oprah átti í fullu fangi með að lyfta risavöxnu kálinu sem þó er óstaðfest hversu mikið vó.

Þrátt fyrir samgöngubann þar ytra hefur það ekki haft nein áhrif á grænmetisvöxtinn í garðinum hjá Oprah ef marka má þessar fréttir. Frægir vinir Oprah halda vart vatni af hrifningu og ausa yfir hana hrósi og kveðjum á samfélagsmiðlum. Meðal þeirra eru Kate Hudson, sem átti ekki til orð yfir fegurðinni, og Tommie Lee sagði kálið líta ríkulega út.

Risavaxið kál úr garðinum hennar Oprah, sem hún átti í …
Risavaxið kál úr garðinum hennar Oprah, sem hún átti í fullu fangi með að halda á. mbl.is/Instagram_Oprah Winfrey
mbl.is