Stanslaus röð í heilan mánuð

Vel hefur gengið frá því að staðurinn var opnaður fyrir …
Vel hefur gengið frá því að staðurinn var opnaður fyrir um mánuði. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Það er búið að vera gjörsamlega brjálað að gera frá því að við opnuðum fyrir mánuði. Þetta hafa í raun verið stanslausar 50 bíla raðir,“ segir Reynir Bergmann Reynisson, eigandi matarvagnsins Vefjunnar á Selfossi.

Staðurinn var opnaður fyrir rétt rúmum mánuði og hafa vinsældirnar ekki látið á sér standa. Nú þegar nemur fjöldi seldra vefja um fimm þúsund. „Við erum búin að selja um þrjú tonn af kjúklingi á fjórum vikum. Menn í veitingabransanum vilja meina að eitthvað í líkingu við þetta hafi aldrei sést áður,“ segir Reynir.

Að sögn Reynis var rekstur staðarins áður í höndum annarra aðila, en hann hafði gengið brösuglega um nokkurt skeið. „Staðurinn bar meira að segja sama nafn, Vefjan. Það var hins vegar lítið að frétta og mér var boðið að taka vagninn,“ segir Reynir í Morgunblaðinu í dag og bætir við að hann hafi í kjölfarið ráðist í gagngerar endurbætur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »