Collab vinsælasti koffíndrykkurinn

Collab með hindberja- og apríkósubragði.
Collab með hindberja- og apríkósubragði.

Collab með hindberja- og apríkósubragði er vinsælasti koffíndrykkurinn það sem af er ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tölum Markaðsgreiningar/AC Nielsen um sölu koffíndrykkja í stórmörkuðum.

Í greiningunni eru skoðaðir fyrstu fjórir mánuðir ársins, en mælingin nær til 19. apríl sl. Á umræddu tímabili hafa verið seldir ríflega 84 þúsund lítrar af drykknum. Er það jafnframt umtalsvert meira en selt hefur verið af koffíndrykknum Nocco Miami sem kemur næstur. Munar ríflega 14 þúsund lítrum í sölu á drykkjunum.

Þrátt fyrir þetta er Nocco áfram með stærsta hlutdeild í lítrum talið á markaði koffíndrykkja, eða rétt tæplega 36%. Næst koma koffíndrykkir frá Monster, en fyrirtækið er með ríflega 20% markaðshlutdeild.

Lesa má meira um málið í Morgunblaði dagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert