Bieber hjónin bökuðu í beinni

Justin Bieber og Hailey Bieber.
Justin Bieber og Hailey Bieber. AFP

Fólk finnur sér ýmislegt til dundurs meðan það er innilokað og eru Bieber hjónin þar engin undantekning. Þau hafa verið með þætti á Facebook þar sem þau svara spurningum og annað því um líkt en í þetta skiptið ákváðu þau að baka. 

Má segja að þau hafi staðið sig ágætlega í því en við vorum eiginlega meira að skoða eldhúsið sem er feiknarstórt og ábyggilega ekki leiðinlegt að elda í því.

En sjón er sögu ríkari...

mbl.is