Kaffihús með sturtu og grænmetisgarði

Kaffihúsið Run Run Run er staðsett í Madrid og með …
Kaffihúsið Run Run Run er staðsett í Madrid og með þeim merkilegri sem við höfum séð til þessa. mbl.is/José Hevia

Það er meira en matur og drykkur sem þú getur nálgast á kaffihúsi í Madrid, því hér finnur þú sturtu og grænmetisgarð svo eitthvað sé nefnt.

Run Run Run kallast staðurinn sem finna má í Rios Rosas-hverfinu í Madrid. Kaffihúsið er á tveimur hæðum og hýsir einnig hlaupaklúbb fyrir heimamenn – ásamt sturtum og læstum skápum. Grænmetisgarð má einnig finna á kaffihúsinu sem ræktar allt það grænmeti sem notað er í rétti dagsins á matseðlinum.

Þetta sérstaka kaffihús er von um að hvetja fleiri til að nýta sér aðstöðu í að nota borgina á nýjan hátt. Hálfgert leiksvæði eða stað fyrir fólk að umbreytast. Og þeir sem þora, geta fækkað fötum undir sturtunni sem liggur á bak við glervegg á staðnum.

Hönnun staðarins er opin og björt - býður mann sannarlega …
Hönnun staðarins er opin og björt - býður mann sannarlega velkominn. mbl.is/José Hevia
Sturtur eru á staðnum fyrir gesti og hægt að geyma …
Sturtur eru á staðnum fyrir gesti og hægt að geyma fötin sín í læstum skápum á meðan. mbl.is/José Hevia
Litavalið og formin í innréttingum og húsgögnum eru frumleg og …
Litavalið og formin í innréttingum og húsgögnum eru frumleg og skapandi. mbl.is/José Hevia
mbl.is/José Hevia
mbl.is