Uppáhaldspítsa Gordon Ramsay veldur usla

Ljósmynd/Gordon Ramsay

Eins og við öll vitum er það heilög skylda matreiðslufólks og þeirra sem hafa yfirburðaeðlisgreind í eldhúsinu að stækka heiminn og kynna ný hráefni, aðferðir og finna leiðir til að rugla aðeins í okkur venjulega fólkinu.

Gordon Ramsay fékk augljóslega þetta minnisblað því hann heldur áfram að rugla í okkur og koma með eitthvað nýtt en nú tók hann það mögulega of langt. Eða kannski ekki. Kannski er þetta mesta snilld sem smakkast hefur og kannski hefur hann þróað nýja útgáfu af pítsum sem fjölgar möguleikum okkar í lífinu til muna.

Hann notar ekki hefðbundna pítsusósu — heldur er sósan gerð úr maís!

Pítsan sem brýtur öll lögmál

  • 500 g maís
  • 100 ml vatni
  • 1 skalottlaukur
  • 30 g smjör
  • 1 hvítlauksgeiri, saxaður
  • 1/2 tsk. chili-duft
  • 1/2 tsk. salt
  • 1/2 tsk. svartur pipar
Pítsa:
  • 100 ml maísmauk
  • 50 g mozzarella-ostur í tengingum
  • 1/2 kjúklingabringa, elduð og skorin í strimla
  • 1/3 chorizo-pylsa, skorin í þunnar sneiðar (ekkert sagt til um hversu stór hún er)
  • Kóríander
  • 1 vorlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
  • 10 ml ólífuolia

Aðferð:

Maísmaukið:

  1. Bræðið smjörið á stórri pönnu.
  2. Bætið við skallottlauk, hvítlauk og steikið á miðlungshita uns mjúkt.
  3. Bætið þá maísnum saman við og vatni. Látið malla í 30 mínútur eða þar til maísinn er gegneldaður.
  4. Þegar blandan hefur kólnað skal mauka hana rækilega.
  5. Kryddið eftir smekk og setjið til hliðar.

Pítsa:

  1. Fletjið út pístudeig eftir kúnstarinnar reglum.
  2. Settu maísmaukið ofan á deigið.
  3. Settu því næst mozzarella, síðan vorlaukinn, svo kjúkling og chorizo-pylsuna.
  4. Bakið við 220 gráður í 8-12 mínútur eða þar til skorpan er orðin fallega brún.
  5. Sáldrið kóríander yfir að síðustu og penslið skorpuna með ólífuolíu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert