TikTok leysir lífsgáturnar: Svona skerðu hina fullkomnu kökusneið

Svo virðist sem samfélagsmiðillinn TikTok sem staðráðinn í að leysa sem flestar lífsgátur og við gætum ekki verið ánægðari. Allt frá kaffidrykkum upp í eftirrétti og kökur sem allir ráða við.

Nýjasta snilldin er hvernig skera á hinar fullkomnu kökusneiðar. Þetta er gamalt og gott ráð sem greinilega fellur reglulega í gleymsku því fólk er alltaf jafn hissa á hversu snjallt það er.

Það eina sem þú þarft er tannþráður og þannig skerð þú kökuna í sneiðar án þess að eiga á hættu að sneiðarnar verði misstórar eða allt fari í almenna steik.

Prófið þetta næst!

mbl.is