Drykkurinn sem minnir á gin og tonic – bara betri

Frískandi sumardrykkur í fullorðinsútgáfu.
Frískandi sumardrykkur í fullorðinsútgáfu. mbl.is/Colourbox

Þessi frískandi drykkur verður með í öllum pallapartíum þetta sumarið. Léttur og bragðgóður – eða einn með öllu!

Drykkurinn sem minnir á gin og tonic – bara betri (fyrir 8)

 • 5 dl limoncello
 • 3 – 3½ dl gin
 • 2 – 2½ dl ferskur sítrónusafi
 • Sódavatn
 • Örþunnar sítrónuskífur – sirka 24 stk.
 • Myntugreinar
 • Klakar

Aðferð:

 1. Blandið limoncello, gini og sítrónusafa saman í könnu og setjið í kæli í 2 tíma.
 2. Setjið þunnar sítrónuskífur í átta glös  og fyllið með klökum.
 3. Hrærðu aðeins í ginblöndunni áður en þú hellir henni í glösin.
 4. Fyllið upp með sódavatni og skreytið með myntugreinum.
mbl.is