Frægir sem „meikuðu“ það í matargerð

Sarah Michelle Geller barðist við vampírur á skjánum í þó …
Sarah Michelle Geller barðist við vampírur á skjánum í þó nokkurn tíma, Buffy the Vampire Slayer. Hún breytti um stefnu og stofnaði FoodStirs, matreiðslu- og bökunarbúnaðarfyrirtæki sem fæst við lífræn og ekki erfðabreytt innihaldsefni. mbl.is/Getty Images

Þó að þú sért stórstjarna eitt árið, þá er ekki þar með sagt að þú verðir það að eilífu. Margar stjörnur ákveða að feta nýjar slóðir í stað þess að halda áfram á hvíta tjaldinu.

Freddie Prinze Jr. var vinsæll leikari á níunda og tíunda …
Freddie Prinze Jr. var vinsæll leikari á níunda og tíunda áratugnum. Í dag talar hann inn á teiknimyndir og skrifar matreiðslubækur. mbl.is/Getty Images
Það þarf vart að kynna leikarann Tom Selleck, en hann …
Það þarf vart að kynna leikarann Tom Selleck, en hann ákvað að draga sig úr leikaralífinu - þó að hann taki eitt og eitt smáhlutverk í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Til að minnka allt stress í lífinu þá rekur hann avocado-býli í dag, sem er eflaust frábært starf að sinna. mbl.is/Getty Images
Hér áður fyrr barðist George Foreman í hringnum við helstu …
Hér áður fyrr barðist George Foreman í hringnum við helstu boxara heims. Í dag er hann þekktastur fyrir litlu grillin sem hafa fært honum hundruð milljóna í vasann. mbl.is/Getty Images
Þið munið eftir The Jonas Brothers, sem komu eins og …
Þið munið eftir The Jonas Brothers, sem komu eins og stormsveipur inn á alla vinsældarlista hér um árið og svo aftur í fyrra. Einn bræðranna, Kevin Jonas, fékkst við það að hanna þýtt matarapp meðan hljómsveitin var hætt störfum. Appið heitir Yood og er mjög vinsælt í Bandaríkjunum. Appið styður sig við staðsetninguna þína í gegnum símann og veitir upplýsingar um veitingastaði í grenndinni. mbl.is/Getty Images
mbl.is