Servíettur með boðskap til styrktar Krafti

Lífið er núna! Nýjar servíettur til styrktar Krafti - hannaðar …
Lífið er núna! Nýjar servíettur til styrktar Krafti - hannaðar af Reykjavík Letterpress. mbl.is/Reykjavík Letterpress

Það er fallegt og sterkt þegar fyrirtæki taka sig saman og mynda samstöðu með að styrkja gott málefni. Nú getur þú keypt servíettur með boðskap þar sem allur ágóðinn rennur til Krafts.

Það eru snillingarnir hjá Reykjavík Letterpress sem sáu um hönnunina á servíettunum, með yfirskriftinni „Lífið er núna“ - en það eru einkennisorð Krafts sem minna okkur á að vera í núinu.

Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Kraftur heldur úti öflugu stuðningsneti og gætir vel að hagsmunum félagsmanna, þeir veita einnig upp á sálfræðiþjónustu, bjóða upp á stuðningshópa ásamt endurhæfingarhópi - fyrir utan reglulegar uppákomur í nafni félagsins. Því mun stuðningurinn á sölunni skipta miklu máli fyrir alla sem þurfa að sækja til félagsins.

Reykjavík Letterpress hefur áður verið í samstarfi með Krafti þar sem þau hafa sett tækifæriskort af ýmsum toga á markað. Servíetturnar eru því kærkomin viðbót í vörulínuna. Í hverjum pakka eru 20 hvítar og dúnmjúkar servíettur með fallegu letterpress letri í appelsínugulum lit og gráu. Servíetturnar fást í vefverslun Krafts, einnig í Epal, Kúnígúnd og Kokku.

Styrkjum gott málefni og skreytum matarborðið í leiðinni.
Styrkjum gott málefni og skreytum matarborðið í leiðinni. mbl.is/Reykjavík Letterpress
mbl.is