Spennandi nýjung frá lakkrískónginum

Lakkríslíkjör var að koma á markað frá kónginum sjálfum - …
Lakkríslíkjör var að koma á markað frá kónginum sjálfum - Johan Bülow. mbl.is/© Lakrids By Bülow

Eftir 13 ára ævintýri með lakkrís í allskyns útfærslum, þá er Johan Bülow mættur með nýja vöru sem skilur sig frá öllu öðru.

Það eru margir sem hafa beðið eftir þessari nýjung – jafnvel án þess að vita af því! Við erum að sjá lakkríslíkjör sem mun verða það vinsælasta næstu misserin. Líkjörinn er tilvalinn út á ís, í kaffið eða jafnvel kokteilinn. „Okkar ósk er að vera það fyrirtæki í heiminum sem skilgreinir gæðin í lakkrís og vera alltaf fremstir í flokki með hvað sé hægt að gera með lakkrís“, segir Johan Bülow. Og til að tryggja sömu gæði í nýrri vöru, þá leitaði fyrirtækið til þýska vínframleiðandans Waldemar Behn sem er einn sá fremsti líkjörsframleiðandi þar í landi.

Lakrids by Bülow vonast til að sem flestir muni elska lakkrís í flösku. Sætur keimur af bourbon-vanillu og karamellusykri sem mætir hráum lakkrís og beiskju frá kakóbaunum er blandan sem þeir bjóða upp á. Líkjörinn er fáanlegur á heimasíðu Bülow HÉR og í sérverslunum. Það mun þó eflaust ekki líða á löngu þar til við sjáum líkjörinn lenda hér á landi.

Það verður spennandi að smakka þessa nýjung.
Það verður spennandi að smakka þessa nýjung. mbl.is/© Lakrids By Bülow
mbl.is