Íbúð með földu eldhúsi og leynigarði

mbl.is/YLAB Arquitectos Barcelona

Einstaklega smekkleg íbúð í Barcelona fékk yfirhalningu með leyniskápum og  földu eldhúsi.

Það voru YLAB Arquitectos sem sáu um breytingarnar á íbúðinni sem rúmar 90 fermetra, en eigendur koma frá Noregi og nota íbúðina sem „sumarhús“. Áður voru sex herbergi í íbúðinni og nánast engin birta náði þar inn. En eftir breytingar er íbúðin gjörbreytt, nú með einu svefnherbergi og opið út í garð – fullum af grænum og litríkum plöntum.

Innréttingar eru í ljósum tónum og náttúrulegt efnisval er einnig að sjá í húsgögnum. Eins hefur glerveggjum verið komið fyrir eftir endilangri hlið íbúðarinnar sem snýr út á svalir, en þar leynist lítill leynigarður. Annar glerveggur er síðan af svölunum og út í sameiginlegan garð hússins. Þá er hægt að hafa opið úr íbúðinni á svalirnar þó að svalirnar sjálfar séu lokaðar.

Íbúðin nær sannarlega að hámarka geymsluplássið með stórum skápum sem ná frá gólfi til lofts. Eldhúsið er til að mynda inn í fjórum skápum, þá erum við að tala um eldavélina og vaskinn líka. Það er því einstaklega þægilegt að geta lokað á allt dót og drasl og bara notið þess að drekka kaffibollann á svölunum með leynigarðinn og kyrrðina beint fyrir framan sig.

Bæði vaskur og eldavél eru inn í skápum sem hægt …
Bæði vaskur og eldavél eru inn í skápum sem hægt er að loka þegar ekki í notkun. mbl.is/YLAB Arquitectos Barcelona
Velkomin í bjarta og fallega íbúð í Barcelona - þar …
Velkomin í bjarta og fallega íbúð í Barcelona - þar sem öllu er raðað snyrtilega inn í skáp. mbl.is/YLAB Arquitectos Barcelona
Eldhúskrókurinn með útsýni út á svalirnar.
Eldhúskrókurinn með útsýni út á svalirnar. mbl.is/YLAB Arquitectos Barcelona
Glerveggir opnast út á svalirnar með litlum leynigarði.
Glerveggir opnast út á svalirnar með litlum leynigarði. mbl.is/YLAB Arquitectos Barcelona
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert