Jói Fel blæs lífi í 25 ára gamla köku

Jói Fel fyrir 25 árum.
Jói Fel fyrir 25 árum.

Kökubæklingar Nóa Síríus hafa komið út árlega svo áratugum skiptir og þar má finna mikið safn ótrúlegra uppskrifta frá okkar færasta fagfólki. Fyrir aldarfjórðungi var það sjálfur Jói Fel sem átti uppskriftirnar í bæklingnum og þótti bæklingurinn einstaklega vel heppnaður eins og allt sem Jói kemur nálægt.

Í tilefni 100 ára afmælis Nóa Síríus fengum við Jóa til að endurbaka vinsælustu kökuna úr bæklingnum. Jói er nú ekki þekktur fyrir að baka sömu kökuna tvisvar og að sjálfsögðu gerði hann það ekki í þetta skiptið. Jói notaði sömu uppskrift að botninum en setti suðusúkkulaði með karamellu og salti í staðinn fyrir hefðbundið suðusúkkulaði. Hann sleppti einnig sírópinu en setti í staðinn rjómakaramellu í hjúpinn og notaði 56% súkkulaði í stað venjulegs. Hann jók jafnframt rjómamagnið upp í 1 ½ dl af rjóma.

Síðan skreytti hann kökuna fallega með kúlum og fíneríi og eins og sjá má er 100 ára afmælisútgáfan af Þórunnaryndi stórglæsileg.

Þórunnaryndi
Botn:
  • 100 g sykur
  • 350 g Síríus suðusúkkulaði (konsúm), brætt
  • 200 g hakkaðar möndlur
  • 150 g hveiti
  • 5 egg aðskilin
  • 50 g sykur

Þeytið vel saman 100 g sykur og eggjarauður, bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og blandið saman við ásamt möndlum og hveiti. Þeytið eggjahvíturnar og 50 g af sykri vel saman og blandið saman við súkkulaðiblönduna með sleikju. Setjið í eitt form. Bakið við 180°C í 30 mín.

Síróp:
  • ½ dl vatn
  • 60 g sykur
  • 3-4 msk. romm eða 1 msk. rommdropar

Sjóðið vatn og sykur saman í u.þ.b. 5-7 mín., blandið út í örlitlu af rommi, 3-4 msk. eða 1 msk. af dropum. Smyrjið yfir botninn. Hjúpið með marsipaninu.

Hjúpur:
  • 200 g hjúpmarsipan
  • 200 g Síríus suðusúkkulaði (konsúm), saxað
  • ¾ dl rjómi

Hitið rjómann að suðu og hellið yfir saxað súkkulaðið. Kælið áður en tertan er hjúpuð með súkkulaðinu.

Athugið: Þessi terta er mjög þung og þétt í sér og því nauðsynlegt að bera fram þeyttan rjóma með henni. Tertan geymist vel í kæli.

Ó, hún er svo sæt

Kökubæklingurinn sem kom út 1995 þótti einstaklega flottur en það var hinn kornungi Jói Fel. sem átti uppskriftirnar í honum. Nafngiftirnar voru afar rómantískar og hét bæklingirunn sjálfur Ó, hún er svo sæt og kökurnar í honum hétu nöfnum á borð við Dálætið hennar Dísu, Súkkulaðiskelin hennar og Músin sem læðist. Ljóst er að menn voru öllu dramatískari í nafngiftum fyrir aldarfjórðungi en í dag.
Jói Fel hér með nýju útgáfuna af Þórunnaryndi.
Jói Fel hér með nýju útgáfuna af Þórunnaryndi. Arnþór Birkisson
Hér má sjá hinn aldarfjórðungsgamla kökubækling Nóa Síríus.
Hér má sjá hinn aldarfjórðungsgamla kökubækling Nóa Síríus.
Þórunnaryndi í allri sinni dýrð.
Þórunnaryndi í allri sinni dýrð.
Þórunnaryndi 2020.
Þórunnaryndi 2020. Arnþór Birkisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert