Svona þrífur þú viftuna inn á baði

Það er auðveldara en þú heldur að þrífa viftuna inn …
Það er auðveldara en þú heldur að þrífa viftuna inn á baðherbergi. mbl.is/istock

Inn á tandurhreinu baðherbergi getur leynst haugaskítug vifta! Hreinsaðu loftið inn í rýminu og þrífðu viftuna – það er mun auðveldara en þú heldur.

Hreint loft
Það er mikilvægt að halda loftinu hreinu og okkur ber að þrífa baðherbergis viftuna nokkrum sinnum yfir árið, eða þegar þörf er á. Ef þú hreinsar ekki viftuna getur myglusveppur myndast, og ekki bara í viftunni, heldur í sturtunni, skápum og öðrum stöðum þar sem rakinn laumar sér.

Svona tékkar þú á viftunni
Eitt einfalt trix til að kanna hvort þörf sé á að þrífa viftuna, er að halda klósettpappír upp að viftunni. Ef pappírinn sogast að viftunni, þá er góður kraftur – en ef ekki, þá er þörf á að draga upp gúmmíhanskana og tusku.

Svona þrífur þú viftuna
Það eru margar leiðir til að þrífa viftuna. Ef það situr bara smáveigis af ryki við vifturimlana, þá nægir oftast að ryksuga þar í kring. Ef þörf er á meiri þrifum þá skaltu byrja á því að slökkva á viftunni, taka grindina af og þvo hana með vatni og sápu. Þurrkaðu grindina vel áður en þú lokar viftunni aftur.

Myglusveppur
Ef það leynist myglusveppur í viftunni, þá er vatn og sápa ekki að fara fleyta þér langt áfram. Best er að nota Rodalon eða annað efni sem virkar á sveppinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert