Vantaði miðjumolann í konfektkassana

Þetta er ekki umrædd stúlka en sýnir vel hvernig raðað …
Þetta er ekki umrædd stúlka en sýnir vel hvernig raðað var í kassana hér á árum áður.

Einu sinni gerðist það að kvartanir fóru að berast vegna þess að miðjumolana vantaði í konfektkassa hjá Nóa Síríus.

Þetta þótti hið undarlegasta mál enda var framleiðsluferlið með þeim hætti að handraðað var í kassana áður.

Þegar málið var rannsakað kom í ljós að sökudólgurinn var ung stúlka sem starfaði á konfektlínunni og hafði hún mikið dálæti á miðjumolanum og nældi sér í hann þegar svo lá á henni. Gekk stúlkunni ekkert illt til og hafði ekki áttað sig á því að kaupendur konfektkassanna gætu verið ósáttir við að mola vantaði í kassann.

Þegar sagan var rifjuð upp á dögunum var mikið hlegið enda hefur ýmislegt bráðfyndið átt sér stað í sögu Nóa Síríus.

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Gömul mynd sem sýnir framleiðsludeildina hjá Nóa Síríus.
Gömul mynd sem sýnir framleiðsludeildina hjá Nóa Síríus.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert