14 sýklastíur sem oft gleymist að þrífa

Þrif skora oft ekki hátt á vinældalistann hjá mörgum.
Þrif skora oft ekki hátt á vinældalistann hjá mörgum. mbl.is/Shutterstock

Til eru þeir staðir á heimilinu sem oft gleymist að þrífa en þessir staðir (og hlutir) eiga það sammerkt að þar safnast oft mikil óhreinindi og eiga þeir til að verða gróðrastíur fyrir bakteríur.

Þetta er samt allt fremur auðvelt í þrifum - trixið er bara að muna eftir þeim.

 • Fjarstýringar
 • Handföng á heimilstækjum
 • Veski
 • Skólatöskur og bakpokar
 • Tuskur og viskustykki
 • Ljósarofar
 • Greiðslukort
 • Ruslatunnur
 • Tannbursta og tannburstaglasið
 • Dósaopnari
 • Gúmíhringurinn í blandaranum
 • Leikföng
 • Bíllyklar
 • Handrið
mbl.is