Grilluð súrdeigspítsa með ostum og beikonsultu

Grilluð súrdeigspítsa með ostum og beikonsultu
  • 1 kúla tilbúið súrdeig
  • 2-3 msk. pítsusósa
  • rifinn ostur
  • rifinn piparostur
  • 1 bónda-brie
  • pepperóní
  • sveppir
  • beikonsulta

Aðferð:

Fletjið deigið út og hitið pítsusteininn á grillinu á meðan.

Setjið sósu á deigið, því næst rifinn ost, rifinn piparost og pepperóní. Skerið bónda-brie í fleyga og sveppina einnig. Setjið á pítsuna. Að síðustu setjið þið beikonsultuna.

Setjið pítsuna á grillið og hún er tilbúin á um það bil fimm mínútum. Fylgist samt vel með henni.

Pítsusteinar eru ákaflega snjallt fyrirbæri og í raun það sem kemst næst því að elda í alvörueldofni. Botninn bakast einstaklega vel og pítsan verður hreinasta afbragð. Í þessa uppskrift var notað tilbúið súrdeig úr Hagkaup sem kom einstaklega vel út. Bæði var deigið mjög teygjanlegt og gott að vinna það auk þess sem það bragðaðist vel og varð afar stökkt og fínt. Gott er að nota smjörpappír undir pítsuna. Þeir allra flinkustu þurfa það ekki en ef þú ert að stíga fyrstu skrefin í pítsugerð mælum við með því að þú hafir smjörpappír undir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert