Nói Síríus opnar sýningu í tilefni aldarafmælisins

Bláum Opal mun örugglega bregða fyrir á sýningunni góðu.
Bláum Opal mun örugglega bregða fyrir á sýningunni góðu.

Hinn 3. júlí verður opnuð sýning á Árbæjarsafni sem rifjar upp sögu Nóa Síríus og allar þær spennandi vörur sem fyrirtækið hefur framleitt í gegnum tíðina. Að sögn Helgu Beck, markaðsstjóra Nóa Síríus, er tilgangurinn að fagna sögu sem er samofin atvinnu- og menningarsögu landsins. Því hafi þótt við hæfi að hýsa sýninguna á Árbæjarsafni sem er í næsta nágrenni við höfuðstöðvar Nóa Síríus.

„Sýningin kom þannig til að okkur langaði að finna leið til að rifja upp skemmtilegar minningar og fagna með þjóðinni. Við eigum ótrúlega flott safn af gömlum vörum og auglýsingum sem spanna allt að öld aftur í tímann sem okkur fannst við þurfa að deila með fólki. Þetta eru allt hlutir sem vekja ákveðna fortíðarþrá og skapa skemmtilegar umræður, jafnvel milli kynslóða, þannig að það þótti alveg upplagt að gera sýningu um fyrirtækið. Það er magnað að hugsa til allra þeirra breytinga sem hafa átt sér stað á þessum 100 árum, sem dæmi erum við jafn gömul og Veðurstofa Íslands, sem gerir það skemmtilegt að geta sett rekstur fyrirtækisins í samhengi við söguna. Við ætlum líka að segja aðeins frá því hvernig súkkulaði verður til og velta fyrir okkur hvað næstu 100 ár munu þýða í sögu Nóa Síríus. Sýningin verður því fræðandi en að sjálfsögðu á hún fyrst og fremst að vera skemmtileg fyrir alla fjölskylduna,“ segir Helga Beck um sýninguna og lofar skemmtilegri upplifun fyrir sælkera á öllum aldri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »