Aperol-bjór blandan sem allir eru að fá sér

„Spaghett
„Spaghett" er nafn á drykk sem hefur alveg farið framhjá okkur en er ótrúlega vinsæll þar ytra. mbl.is/Colourbox

Hefur þú einhvern tímann heyrt um drykkinn „Spaghett“ – og nei, það vantar ekki „i“ í orðið. Drykkurinn var það allra heitasta í Bandaríkjunum sl. sumar og stórfurðulegt að við séum að taka eftir þessu fyrst núna.

Í öllum sínum einfaldleika er þetta bjór með skvettu af Aperol út í. Þetta hljómar eflaust brjálað, en er að sama skapi hressandi tilbreyting. Í Bandaríkjunum er oftast notaður Miller High Life – dálítið tilgerðarlegur og ódýr bjór sem hefur verið á markaði þar í landi síðan 1903.

Spaghett kokteillinn leit dagsins ljós á bar í Baltimore en varð fyrst vinsæll eftir að uppskriftin komst til Bonappetit.com.

Svona blandar þú Spaghett kokteil

  • Ískaldur pilsner að eigin vali
  • ½ dl Aperol
  • Sítrónusafi

Aðferð:

  1. Opnaðu bjórinn og helltu smá af honum frá til að fá pláss fyrir Aperol.
  2. Hellið Aperol og sítrónusafa út í og berið fram.
  3. Ef þú vilt drekka kokteilinn aðeins meira „fansí“, þá skaltu hella honum í kokteilglas og skreyta með sítrónusneið.
Bjór, aperol og sítróna er allt sem þarf í góðan …
Bjór, aperol og sítróna er allt sem þarf í góðan kokteil. mbl.is/Wet City Brewery
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert