Leiðir til að snarfitna ekki við grillið

Grilltímabilið er runnið upp hjá flestu venjulegu fólki þótt þeir allra hörðustu grilli allan ársins hring. En við hin — sem erum rétt að byrja þurfum að hafa ákveðn atriði í huga svo að við bætum ekki ótæpilega á okkur.

1. Borðaðu eins hreint og þú getur. Það þýðir fiskur eða kjöt í sínu óunnasta veldi. Pylsur og annað tilbúið fínerí er ekki á þessum lista. Hvað þá pylsur í pylsubrauði.

2. Grillaðu grænmeti. Notaðu tækifærið og grillaðu grænmeti eins og þú getur. Það er svo ofboðslega einfalt og gott. Penslaðu með góðri grillsósu eða marineraðu og þú ert í toppmálum.

3. Lestu innihaldslýsingarnar. Það er stór munur á sósum og öðru meðlæti. Sósur sem innihalda mikið af olíum eins og t.d. majónes, eru gríðarlega hitaeiningaríkar og jafnvægið í máltíðinni.

4. Vertu meðvituð/meðvitaður. Góð grillmáltíð þarf ekki að vera banvæn hitaeiningaprengja. Gott gjöt með góðri sósu og góðum skammti af grænmeti er úrvalsmáltíð sem er bæði næringarrík og góð.

5. Ekki missa viti og ekki drekka það frá þér heldur! Ofgnótt og áfengi virðast tengjast grillmennsku töluvert en það þarf ekki að vera. Ekki borða allan heiminn og ekki drekka frá þér allt vit. Það er hægt að hafa gaman án þess að vera í ruglinu eða þurfa að leggja sig undir næsta runna til að jafna sig eftir ofátið. Það má auðvitað... því við dæmum engan en ef þú hyggst standa fyrir framan grillið fram á haust eins og við þá er eins gott að vera með plan svo að þú þurfir ekki að fara í afvötnun eða heilsuátak í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert