Stelton og Moomin í samstarfi

Nýtt samstarfsverkefni hjá Stelton og Moomin.
Nýtt samstarfsverkefni hjá Stelton og Moomin. mbl.is/Stelton

Í samvinnu við Moomin, kynnir Stelton í fyrsta sinn vörur myndskreyttar þekktustu fígúrum heims.

Það þarf vart að kynna Moomin né Stelton, en sænskumælandi rithöfundirinn og listamaðurinn Tove Jansson sem ólst upp í Finnlandi hefur öðlast heimsfrægð sem skapari Múmínfjölskyldunnar. Sögurnar um hvítu rúnnuðu tröllin voru skrifuð og myndskreytt á árunum 1945 til 1980 – og finnast ævintýrin á yfir 50 tungumálum.

Forstjóri Stelton, Michael Ring, segist vera mjög spenntur fyrir samstarfinu, þar sem Moomin höfði bæði til barna og fullorðinna. Og með útgáfu nýrra bóka og teiknimynda, þá muni áhuginn bara vaxa með komandi árum.

Vörulínan samanstendur af „to-go“ bolla og drykkjarflösku – myndskreytt af forvitnum Moomin fígúrum sem lenda gjarnan í ótal ævintýrum og bera mikla virðingu fyrir náttúrunni, rétt eins og Stelton gerir sem leiðandi vörumerki í hönnun. To-go bollinn heldur drykknum þínum heitum eða köldum í marga tíma, á ferðum þínum um bæinn. Á lokinu er lítill hnappur sem auðvelt er að ýta á til að opna og loka, og kemur bollinn í tveimur stærðum –  eða 0,2 L og 0,4 L.

Drykkjarflaskan er fjölnota og er framleidd úr rustfríu stáli sem heldur drykknum köldum út daginn. Flaskan rúmar 0,75 L og því langleiðina í þann ráðlagða dagsskammt sem okkur ber að innihalda af vökva yfir daginn.

Vörurnar koma í verslanir í júní mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert