Spennandi nýjungar frá Nóa Síríus í tilefni afmælisins

Í tilefni aldarafmælis Nóa-Síríusar var ákveðið að bjóða upp á sérlegar afmælisvörur sem fanga margt af því besta sem fyrirtækið hefur boðið upp á í gegnum árin.

Helga Beck, markaðsstjóri Nóa-Síríusar, segir það hafa verið krefjandi og skemmtilegt verkefni að ætla að velja úr þeim fjöldamörgu vörum sem Nói-Síríus hefur framleitt í gegnum tíðina. „Við ákváðum eftir miklar vangaveltur að reyna að koma með breitt úrval vara sem ættu að höfða til allra landsmanna, en þær vörur sem boðið verður upp á í takmarkaðan tíma eru:

Síríus-súkkulaði – boðið verður upp á tvær týpur af Síríus-súkkulaði á sérstöku afmælisverði, hið klassíska rjómasúkkulaði og svo dekkra 56% súkkulaði. Þessar vörur koma í fallegri pakkningu sem skartar Síríus-innsiglinu sem flestir ættu að muna eftir frá síðustu öld.Nóa-töflur – Nóa-töflurnar voru fyrst framleiddar um miðja síðustu öld og voru afar vinsælar en þær voru seldar alveg fram á 9. áratuginn. Bragðið mun sennilega koma skemmtilega á óvart og fara með marga í ferðalag áratugi aftur í tímann.

Partí-Trítlar – þessi vara er í öllu nútímalegri búningi en það eru kannski ekki allir sem átta sig á því að Trítla-vörumerkið er næstum þrjátíu ára gamalt! Þetta er æðislegur poki fyrir sumarið en í honum eru þrjár tegundir af Trítlum – frábær til að deila með fjölskyldu og vinum.

 

Opal-brjóstsykur með peru- og kóngabragði – þessar tvær tegundir af brjóstsykri voru seldar í mörg ár undir merkjum bæði Opal og Nóa-mola en það kannast sennilega flestir landsmenn við þær. Í upphafi framleiddi Nói brjóstsykur og karamellur og þess vegna fannst okkur við hæfi að ein af afmælisvörunum væri brjóstsykur. Peru- og kóngabrjóstsykur hefur verið framleiddur með hléum síðan snemma á 20. öld og á því hug og hjarta margra Íslendinga. Þessi vara er fyrir mörgum ómissandi í bílinn á ferðalögum sumarsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »