Uppáhaldsréttur fjölskyldunnar

Kjúklingaréttur sem fjölskyldan mun falla fyrir.
Kjúklingaréttur sem fjölskyldan mun falla fyrir. mbl.is/Colourbox

Einn uppáhalds réttur fjölskyldunnar er þessi kjúklingaréttur — borinn fram með frískandi kartöflusalati sem er afar vinsælt yfir sumartímann. Réttur sem engan svíkur!

Við mælum með að sjóða kartöflurnar deginum áður, þá tekur örstutta stund að græja þennan bragðgóða rétt.

Uppáhaldsréttur fjölskyldunnar

 • 4 kjúklingalæri frá Ali

Marinering

 • 1 stórt hvítlauksrif
 • 2 tsk. reykt paprikukrydd
 • 1 tsk. gróft salt
 • 1 sítróna
 • 3 msk. ólífuolía
 • svartur pipar

Kartöflusalat

 • 2 dl sýrður rjómi
 • 2 dl súrmjólk
 • 1 msk. sítrónusafi
 • 1 msk. dijon sinnep
 • 800-1000 g soðnar kartöflur
 • 1 rauðlaukur
 • 1 gúrka
 • 250 g cherry-tómatar
 • Radísubúnt
 • Steinseljubúnt

Aðferð:

 1. Marinering: Merjið hvítlaukinn og blandið saman við papriku, krydd, salt, raspaðan sítrónubörk, 1 msk. sítrónusafa, ólífuolíu og svartan pipar.
 2. Rispið aðeins kjúklingalærin og veltið þeim upp úr marineringunni í eldföstu móti — leyfið kjötinu að draga í sig marineringuna á meðan þú hitar ofninn í 225°. Setjið kjúklinginn inn í ofn í 35-45 mínútur. Kjarnhitinn á að vera 75°.
 3. Kartöflusalat: Pískið sýrðan rjóma og súrmjólk saman. Blandið sítrónusafa og sinnepi saman við og smakkið til með salti og pipar.
 4. Skerið kartöflurnar í munnbita. Saxið rauðlaukinn og skerið gúrkuna í litla bita – munið fyrst að skera kjarnann úr gúrkunni. Skolið cherry-tómatana og radísur og skerið til helminga. Saxið steinseljuna. Blandið öllu saman og smakkið til með kryddi.
 5. Berið fram kjúklingalæri með kartöflusalati.
mbl.is