Geggjaður indverskur réttur frá Maríu

Ljósmynd/María Gomez

Indverskur matur er algjört æði og hér erum við með merkilega einfalda uppskrift frá Maríu Gomez á Paz.is sem ætti að vekja lukku hvar sem er.

Indverskt korma fyrir alla fjölskylduna

Korma-kjúklingur

 • 2 msk. olía
 • 1 laukur smátt skorinn
 • 1 krukka af Patak’s Korma Spice Paste
 • 400 ml dós af kókósmjólk
 • 1 geiralaus hvítlaukur pressaður
 • 5 cm bútur af engiferrót pressaður í hvítlaukspressu
 • 500 g ca. af kjúklingabringum
 • ½ dl rjómi
 • 1 msk. sykur eða önnur sæta
 • Salt og pipar
 • 1 dl kókósflögur
 • 1 dl rúsínur
 • Smá sítrónusafi

Gúrku-mintujógúrtsósa

 • 1/4-1/2 gúrku
 • 1 bolli grísk jógúrt
 • 1/2 tsk. Cumin (ekki kúmen eins og í kringlum). Alls ekki sleppa gerir svo gott
 • 1 marið hvítlauksrif
 • 1-2 msk. mjög fínt söxuð fersk minta
 • 2 tsk. hlynsíróp eða agave
 • 1 tsk. gróft salt

Korma Kjúklingur

 1. Hitið olíu á pönnu og setjið lauk, engiferrót og hvítlauk út á
 2. Lækkið hitan svo laukar brenni ekki og setjið sykurinn út á og saltið og piprið
 3. Steikið þar til verður mjúkt og glansandi
 4. Skerið bringurnar í gúllasbita og setjið til hliðar
 5. Setjið svo Pataks Korma spice paste alla krukkuna út á pönnuna ásamt kókósmjólkinni og hrærið vel saman
 6. Þegar er byrjað að sjóða setjið þá bringurnar (hráar) út í og saltið, setjið líka kókosflögurnar og rúsínurnar og látið sjóða í 15 mínútur
 7. Þegar 15 mínútur eru liðnar setjið þá smá sítrónusafa og rjómann út á og hrærið vel saman
 8. Leyfið að malla svo í 5-10 mínútur í viðbót
 9. Gúrku-mintujógúrtsósa
 10. Hrærið út jógúrtina og setjið í hana allt úr uppskriftinni nema gúrku og mintu
 11. Hrærið öllu vel saman
 12. Takið svo rifjárn og rífið gúrkuna með því út í sósuna en passið að gera bara inn að miðju og sleppa kjarnanum, því hann er of blautur
 13. Saxið að síðustu mintuna smátt niður og setjið út í og hrærið vel

Punktar

Að hafa rúsínur og kókósflögur gerði alveg svakalega mikið fyrir réttinn og ég mæli með að þið sleppið því ekki. Mjög gott er að bera réttinn fram með grjónum, jógúrtsósunni og Naan brauðinu frá Patak´s.

Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is