Hversu oft áttu að þrífa klósettið

mbl.is/Duravit

Hér er um að ræða spurningu sem hefur plagað mannkynið svo öldum skiptir enda stendur hreinlæti okkur nærri. Klósett er eitt af þessum hreinlætistækjum sem verður fyrir stöðugum árásum sýkla og því getur nærri að okkur leikur forvitni á að vita hvað sérfræðingarnir hafa um málið að segja.

Að sögn hinnar virtu og ævafornu stofnunar, Good housekeeping, sem stundum er kölluð mekka vel heppnaðs heimilishalds, ættir þú að þrífa það sem oftast en góð regla er að gera það á tveggja til þriggja daga fresti. Fyrir þá sem óar við tilhugsuninni að þurfa að þrífa salernið svona oft má minna á aðferðina sem við fjölluðum um í þessari frétt:

mbl.is