Ostastangir með jalapeno sem rífur í

Cheddar-ostastangir með jalapeno sem rífur í.
Cheddar-ostastangir með jalapeno sem rífur í. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Einfaldar og ljúffengar ostastangir með cheddar og jalapeno sem rífur í. Hér eru einungis fjögur innihaldsefni fyrir utan salt og pipar en uppskriftin er í boði Hildar Rutar á Trendnet.

Ostastangir með jalapeno sem rífur í (12 stangir)

  • 300 g tilbúið smjördeig
  • 1 eggjarauða
  • 1/2-1 dl jalapeno úr krukku
  • 4 dl cheddar ostur
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Rífið cheddar-ostinn og skerið jalapeno smátt.
  2. Fletjið deigið út í tvo eins fleti, ca. 30×40 cm ferninga hvorn á sinn bökunarpappírinn. Penslið annan ferninginn með helmingnum af eggjarauðunni.
  3. Dreifið helmingnum af ostinum og öllu jalapenoinu jafnt yfir. Saltið og piprið.
  4. Leggið hinn ferninginn af deiginu yfir. Gott að vera með bökunarpappírinn á deiginu og draga hann síðan rólega af. Þetta kemur í veg fyrir að deigið slitni.
  5. Penslið með afganginum af eggjarauðunni. Stráið restinni af ostinum yfir og skerið í 12 sneiðar. Takið sneiðarnar upp eina í einu og snúið upp á þær.
  6. Leggið þær á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið við 200° í 12-15 mínútur.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert